Fyrirtæki geta boðið umsækjendum í viðtal í gegnum Alfreð appið. Umsækjandi fær þá tilkynningu í símann sinn um viðtalsboðið og getur svarað boðinu með eftirfarandi möguleikum:

  1. Já, ég mæti
  2. Nei, ég afþakka
  3. Óska eftir nýjum tíma

Ef umsækjandi samþykkir viðtalsboð skal hann mæta á þann stað og á þeim tíma sem óskað er eftir í viðtalsboðinu. Ef umsækjandi afþakkar viðtalsboð getur hann sent stutt skilaboð með svarinu sínu ef hann vill.

Ef umsækjandi óskar eftir nýjum tíma fær hann nýtt viðtalsboð frá fyrirtækinu.

 

Merkingar: