Að sækja um starf með Alfreð

Það hefur aldrei verið eins auðvelt að sækja um starf og hægt er að gera núna í nýja Alfreð appinu. Þegar notendur sjá „Sækja um með Alfreð prófíl“ á auglýsingum þá tekur það aðeins nokkrar sekúndur að klára umsókn um starf. Til þess að hægt sé að sækja um starf með Alfreð prófílnum þarf amk 70% af upplýsingum […]

Lesa meira

Aukaspurningar

Þegar fyrirtæki setja inn atvinnuauglýsingar í Alfreð geta þau óskað eftir því að umsækjendur svari að hámarki 3 aukaspurningum sem tengjast starfinu á einhvern hátt. Svör við aukaspurningum gefa fyrirtækjum meiri möguleika á að flokka umsóknir og hjálpa þeim við úrvinnslu þeirra.

Lesa meira

Staða umsóknar

Þegar umsókn um starf hefur verið send getur umsækjandi fylgst með stöðu umsóknarinnar sinnar í umsóknahluta Alfreð appsins. Hver umsókn í appinu hefur svokallaða tímalínu þar sem allar upplýsingar, tilkynningar, samskipti, viðtalsboð og/eða höfnunarbréf birtast. Þegar umsóknarfrestur er liðinn fara allar umsóknir í „úrvinnslustöðu“ og eru þannig þar til að fyrirtæki hefur annað hvort boðið […]

Lesa meira

Samskipti við fyrirtæki

Þegar umsókn um starf hefur verið send og úrvinnsluferli umsókna er hafið geta fyrirtæki haft samband við umsækjendur  til að óska eftir viðbótarupplýsingum. Þessi samskipti fara fram í gegnum Alfreð appið á tímalínu umsóknarinnar. Fyrirtæki geta einnig sent umsækjendum viðtalsboð og/eða höfnunarbréf. Aðeins fyrirtæki geta átt frumkvæði af samskiptum í gegnum appið.

Lesa meira

Viðtalsboð

Fyrirtæki geta boðið umsækjendum í viðtal í gegnum Alfreð appið. Umsækjandi fær þá tilkynningu í símann sinn um viðtalsboðið og getur svarað boðinu með eftirfarandi möguleikum: Já, ég mæti Nei, ég afþakka Óska eftir nýjum tíma Ef umsækjandi samþykkir viðtalsboð skal hann mæta á þann stað og á þeim tíma sem óskað er eftir í viðtalsboðinu. […]

Lesa meira

Höfnunarbréf

Fyrirtæki geta sent umsækjendum höfnunarbréf í gegnum Alfreð appið. Umsækjandi fær þá tilkynningu í símann sinn frá Alfreð appinu og getur lesið höfnunarbréfið á tímalínu umsóknarinnar.

Lesa meira