Samskipti við fyrirtæki

Þegar umsókn um starf hefur verið send og úrvinnsluferli umsókna er hafið geta fyrirtæki haft samband við umsækjendur  til að óska eftir viðbótarupplýsingum. Þessi samskipti fara fram í gegnum Alfreð appið á tímalínu umsóknarinnar. Fyrirtæki geta einnig sent umsækjendum viðtalsboð og/eða höfnunarbréf. Aðeins fyrirtæki geta átt frumkvæði af samskiptum í gegnum appið.

Lesa meira

Tilkynningar frá fyrirtækjum

Þegar notandi hefur sótt um starf með Alfreð prófílnum sínum geta fyrirtæki haft samband við hann í gegnum umsóknarhluta appsins. Þegar fyrirtæki hefur samband við umsækjendur fá þeir senda tilkynningu í símann sinn á sambærilegan hátt og þegar einhver hefur samband í gegnum Facebook Messenger.

Lesa meira