Leit að störfum hjá ákveðnum fyrirtækjum

Til að leita að störfum hjá einhverju ákveðnu fyrirtæki fer notandi í „Öll störf“ í appinu og velur stækkunarglerið efst í vinstra horninu. Þar er nafn fyrirtækisins einfaldlega slegið inn og ef það eru virkar auglýsingar í Alfreð sem tilheyra fyrirtækinu munu þær birtast í leitarniðurstöðunum.

Lesa meira

Upplýsingar um fyrirtæki

Hægt er að skoða upplýsingar um fyrirtækið sem auglýsir eftir starfinu með því að smella á „Um“ takkann efst í auglýsingunni. Þar getur notandi lesið texta um fyrirtækið, nálgast það á samfélagsmiðlum og séð staðsetningu á korti.

Lesa meira

Samskipti við fyrirtæki

Þegar umsókn um starf hefur verið send og úrvinnsluferli umsókna er hafið geta fyrirtæki haft samband við umsækjendur  til að óska eftir viðbótarupplýsingum. Þessi samskipti fara fram í gegnum Alfreð appið á tímalínu umsóknarinnar. Fyrirtæki geta einnig sent umsækjendum viðtalsboð og/eða höfnunarbréf. Aðeins fyrirtæki geta átt frumkvæði af samskiptum í gegnum appið.

Lesa meira

Tilkynningar frá fyrirtækjum

Þegar notandi hefur sótt um starf með Alfreð prófílnum sínum geta fyrirtæki haft samband við hann í gegnum umsóknarhluta appsins. Þegar fyrirtæki hefur samband við umsækjendur fá þeir senda tilkynningu í símann sinn á sambærilegan hátt og þegar einhver hefur samband í gegnum Facebook Messenger.

Lesa meira