Upplýsingar um starfsreynslu og menntun eru að sjálfsögðu mjög mikilvægur hluti af Alfreð prófílnum.

Ef notandi skráði sig inn með Facebook innskráningu færðust upplýsingar um starfsreynslu sjálfkrafa yfir í Alfreð prófílinn ef þær voru skráðar hjá Facebook.

Starfsreynsla

Það er mjög einfalt og fljótlegt að fylla út upplýsingar um starfreynslu. Notandi setur inn vinnuveitanda, starfstitill, mánuð og ár sem notandi byrjaði að vinna og mánuð og ár sem notandi hætti hjá vinnuveitanda. Ef notandi er ennþá starfandi hjá vinnuveitanda hakar hann við „Er að vinna hér núna“ valmöguleikann.

Menntun

Notandi fyllir út upplýsingar um menntun á mjög svipaðan hátt og starfsreynslu. Notandi setur inn upplýsingar um námið, skólann, mánuð og ár sem notandi byrjaði í námi og mánuð og ár sem notandi lauk námi. Ef notandi er ennþá í námi við skólann hakar hann við „Er í þessu námi núna“ valmöguleikann.

Merkingar: