innskrasimanumerEf notandi er ekki með Facebook aðgang, eða vill ekki nota hann til að skrá sig inn í Alfreð, bjóðum við upp á að skrá sig inn með símanúmeri. Innskráning með símanúmeri er mjög einföld en um leið byrjar viðkomandi með algerlega tóman prófíl og þarf að fylla út allar upplýsingar í appinu.

Til þess að geta skráð sig inn með símanúmeri þarf að byrja á því að velja „eða nota app án innskráningar“ á innskráningarglugganum. Því næst er smellt á „Prófíll“ niðri í aðalvalmyndinni. Þá birtist valmöguleikinn „Innskrá með símanúmeri“.

Innskráning með símanúmeri er eitthvað sem flestir app notendur á Íslandi ættu að þekkja úr t.d. Domino’s, Strætó eða Aur appinu. Notandi slær einfaldlega inn símanúmerið sitt, smellir á „Áfram örina“ og bíður eftir því að fá SMS staðfestingarkóða í símann sinn. Þvínæst slær notandi inn staðfestingarkóðann og aftur á „Áfram örina“. Þá er innskráningu lokið.